Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. september 2018 11:15
Magnús Már Einarsson
Best í 18. umferð: Hef ekki tekið ákvörðun um annað en að spila
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Dóra María Lárusdóttir í leiknum á laugardaginn.
Dóra María Lárusdóttir í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Það var afar ánægjulegt að enda mótið á jákvæðu nótunum og ekki verra að það hafi verið á móti meisturunum," sagði Dóra María Lárusdóttir, miðjumaður Vals, við Fótbolta.net.

Dóra María er leikmaður 18. umferðar í Pepsi-deild kvenna en hún átti frábæran leik á miðjunni í sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks í lokaumferðinni á laugardaginn.

„Ætli þetta hafi jú ekki verið með skárri leikjum hjá mér í sumar en ég hef ekki náð mér almennilega á strik. Ég veit að ég á talsvert meira inni en ég sýndi í þessum leik sem og í allt sumar."

Dóra María sleit krossband í fyrra en sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar.

„Þetta hefur verið langt og strangt ferli en fyrir mót gerði ég mér væntingar um meiri spiltíma. Ég byrjaði ekki nema um fimm leiki í sumar og spilaði ekki margar 90 mínútur. Ég á enn þá aðeins í land með að ná mínu gamla formi og vera laus við þá fylgikvilla sem eiga það til að fylgja svona meiðslum. Ég er þó þakklát fyrir að hafa klárað tímabilið nokkuð upprétt."

Valur endaði í 4. sæti í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa verið í toppbaráttu framan af.

„Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur Valsstelpur. Um mitt sumar áttum við vondan kafla þar sem við spiluðum okkur út úr alvöru titlabaráttu. Við áttum marga ágæta leiki og það er oft stutt á milli í þessu en heilt yfir erum við ekki ánægðar með tímabilið."

Dóra María stefnir á að halda áfram að spila með Val næsta sumar.

„Ég er samningsbundin Val og hef ekki tekið ákvörðun um annað en að spila næsta sumar. Ég þarf kannski aðeins að sjá hvernig líkaminn kemur undan haustinu en við erum með frábært lið og flotta liðsheild. Það eru spennandi tímar framundan hjá Val sem gaman væri að taka þátt í," sagði Dóra að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 17. umferðar - Cloe Lacasse (ÍBV)
Leikmaður 16. umferðar - Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 15. umferðar - Ingibjörg Valgeirsdóttir (KR)
Leikmaður 14. umferðar - Sandra Mayor (Þór/KA)
Leikmaður 13. umferðar - Katrín Ómardóttir (KR)
Leikmaður 12. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 11. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 10. umferðar - Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Leikmaður 9. umferðar - Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 8. umferðar - Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Shameeka Fishley (ÍBV)
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar - Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner