Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   mið 24. apríl 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tom Cleverley ráðinn stjóri Watford (Staðfest)
Watford tilkynnti í dag að félagið væri búið að ráða Tom Cleverley sem aðalþjálfara liðsins til frambúðar.

Cleverley var bráðabirgðasjóri eftir að Valerien Ismael var látinn fara í mars.

Cleverley er fyrrum leikmaður Watford og auðvitað Manchester United þar sem hann er uppalinn. Hann lék einnig með Everton, Leicester, Wigan og Aston Villa. Hann lék 13 landsleiki fyrir England á árunum 2012-13 og lagði skóna á hilluna síðasta sumar.

Sem stjóri Watford hefur hann unnið einn leik, gert fimm jafntefli og tapað einum. Fimm af andstæðingunum hafa verið í topp sjö í Championship deildinni. Fjórum sinnum hefur Watford haldið hreinu í leikjunum sjö.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Millwall 17 8 4 5 19 23 -4 28
5 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
6 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
7 Bristol City 17 7 5 5 25 20 +5 26
8 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
9 Birmingham 17 7 4 6 25 19 +6 25
10 Wrexham 17 6 7 4 22 19 +3 25
11 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
12 QPR 17 7 4 6 21 25 -4 25
13 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
14 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
15 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
16 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
17 West Brom 17 6 4 7 17 20 -3 22
18 Blackburn 16 6 1 9 16 21 -5 19
19 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
20 Portsmouth 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Sheffield Utd 17 5 1 11 17 26 -9 16
22 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 17 1 5 11 12 33 -21 -4
Athugasemdir
banner