Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. júní 2019 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í 5. umferð: Langt ferli og erum enn að vinna í því
Cloe Lacasse í leik með ÍBV.
Cloe Lacasse í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe er leikmaður 5. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna.
Cloe er leikmaður 5. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloe Lacasse, leikmaður ÍBV, skoraði þrennu og fór fyrir sínu liði þegar það vann 5-0 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í síðustu viku.

Hún er fyrir vikið leikmaður 5. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna hér á Fótbolta.net.

„Við fórum með gott leikplan inn í leikinn og við fylgdum því allar vel. Við komum inn í leikinn af krafti og vorum sóknarsinnaðar sem varð til þess að við skoruðum snemma. Það setti tóninn. Það var mjög spennandi að fá unga leikmenn inn í liðið og það ýtti við öllum," segir Cloe.

Fyrir leikinn var ÍBV með aðeins þrjú stig á meðan Stjarnan var með níu stig. Kom það á óvart að vinna svona stóran sigur?

„Ég hélt klárlega ekki að þetta yrði 5-0 leikur en okkur leið vel þegar við fórum inn í leikinn. Við vissum að þetta yrði leikur sem við yrðum að vinna eftir erfiða byrjun á tímabilinu."

Markmið ÍBV í sumar er að taka einn leik í einu.

„Við höfum lent í mörgum hindrunum í byrjun tímabils, margir leikmenn hafa verið að koma inn og út vegna meiðsla. Við byrjuðum augljóslega ekki tímabilið eins og við vildum, en við tökum bara einn leik í einu og einbeitum okkur að næsta mótherja."

Elskar Ísland og sérstaklega Vestmannaeyjar
Cloe framlengdi samning sinn við ÍBV eftir síðasta tímabil. Mörg félög reyndu að fá hana en hún ákvað að vera í Vestmannaeyjum. Cloe er frá Kanada en hún hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar undanfarin ár. Hún hefur leikið með ÍBV síðan 2015.

Kom það til greina að yfirgefa ÍBV eftir síðasta tímabil?

„Samningur minn endaði eftir síðasta tímabil og þú vilt alltaf halda möguleikum þínum og sjá hvað er best fyrir framtíð þína á hverjum og einum tímapunkti," segir Cloe.

„Ég elska að vera á Íslandi og sérstaklega í Vestmannaeyjum. Eftir að ég talaði við Jón Óla og stjórnina ákvað ég að það væri best að koma aftur fyrir tímabilið og spila fyrir ÍBV."

Í viðtali árið 2017 sagðist Cloe vera að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Hún sagði að það yrði heiður að spila fyrir íslenska landsliðið. Það mál er allt í vinnslu.

„Þetta er langt ferli og við erum enn að vinna í því," sagði þessi öflugi framherji.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 4. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 3. umferð - Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Best í 2. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner