Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. ágúst 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Úr enska futsal landsliðinu í ensku úrvalsdeildina
Úr leik í futsal.
Úr leik í futsal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Max Kilman, varnarmaður Wolves, hefur allt öðruvísi fótboltabakgrunn en aðrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Max var 18 ára byrjaður að spila með enska futsal landsliðinu og hann lék 20 landsleiki í futsal samhliða því að spila í ensku utandeildunum.

Eftir að hafa spilað með Marlow í utandeild sem jafngildir sjöundu efstu deild á Englandi og með Maidenhead í fimmtu efstu deild þá keypti Wolves hann í sínar raðir fyrir ári síðan.

„Max var klókur því hann vissi hvað hann var að gera og fann leið til að sinna báðu. Hann var ýmist að æfa á fullu með futsal liði sínu eða Maidenhead. Með því að gera bæði þá fékk hann það bestu úr æfingum í báðum íþróttum og hann gerði þetta í nokkur ár. Hann notaði futsal til að verða betri fótboltamaður," sagði Michael Skubala þjálfari enska landsliðsins í futsal.

Max er 22 ára gamall í dag en hann spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor og gæti fengið tækifæri vinstra megin í vörninni í 3-5-2 kerfi Wolves í vetur eftir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu.

Smelltu hér til að lesa grein Sky um Max Kilman
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner