Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 13. september 2019 12:40
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs framlengir við Víking - Óuppsegjanlegur samningur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til tveggja ára en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu.

„Arnar tók við liðinu síðastliðið haust af Loga Ólafssyni og hefur gríðarleg ánægja verið með störf hans í Fossvoginum. Tímasetning framlengingarinnar í aðdraganda bikarúrslitaleiks er öllum sem koma að félaginu mikið ánægjuefni," segir í fréttatilkynningu frá Víkingi.

„Knattspyrnudeild Víkings hlakkar til áframhaldandi uppbyggingar í samvinnu við Arnar og skorar á alla Víkinga að mæta á bikarúrslitaleikinn á morgun."

Víkingur mætir FH í úrslitum Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli klukkan 17:00 á morgun.

Hér að neðan má sjá viðtal við Arnar fyrir leikinn.
Arnar Gunnlaugs: Lykillinn að keyra yfir þá
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner