Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 14. september 2019 06:00
Elvar Geir Magnússon
Bikarúrslitaupphitun á X977 klukkan 12
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hitað verður upp fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Víkingur og FH mætast á Laugardalsvelli seinna í dag.

Þátturinn fer í loftið klukkan 12:00 en Elvar Geir og Tómas Þór heyra í góðu fólki og hita upp fyrir leikinn.

Púlsinn verður tekinn á aðstoðarþjálfurunum Guðlaugi Baldurssyni hjá FH og Einari Guðnasyni hjá Víkingi.

Í þættinum verður helgin í enska boltanum einnig skoðuð en Daníel Geir Moritz verður á línunni.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner