Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. nóvember 2019 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ultras Brescia koma Verona til varnar: Balotelli er hrokagikkur
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli reiddist þegar stuðningsmenn Hellas Verona gerðu margir hverjir apahljóð í 2-1 sigri liðsins gegn Brescia í ítölsku fallbaráttunni um síðustu helgi.

Balotelli gekk af velli og sparkaði knettinum upp í stúku. Eftir nokkrar mínútur fór leikurinn aftur af stað og skoraði Balotelli eina mark Brescia í leiknum, með stórglæsilegu skoti.

Eugenio Corini var rekinn sem þjálfari liðsins í kjölfarið og skapaðist mikil umræða vegna kynþáttaníðsins í Verona.

Formaður Ultras stuðningsmannafélags Verona var dæmdur í ellefu ára bann fyrir ummæli sín um að Mario Balotelli væri ekki jafn ítalskur og aðrir Ítalir. Vandamálið er þó talsvert dýpra, en borgarstjóri Verona neitaði til að mynda að biðja Balotelli afsökunar á atburðunum. Að hans mati eru apahljóð ekki rasísk.

Ultras stuðningsmannahópur Brescia gaf út yfirlýsingu í kjölfar atburðanna. Í yfirlýsingunni kemur hópurinn félögum sínum í Verona til varnar og setur spurningarmerki við Balotelli.

„Balotelli er hrokagikkur og það er ekki ásættanlegt, sérstaklega ekki þegar hann tekur hrokann með sér á völlinn og er liði sínum og stuðningsmönnum til skammar," segir í yfirlýsingu Brescia.

„Við teljum að Balotelli sé ítalskur, og jafnvel frá Brescia (þó hann hafi alltaf haldið með Milan), en söngvarnir gegn honum heyrðust varla og hann er sjálfur búinn að viðurkenna það.

„Auðvitað á ekki að vera með ákveðna söngva en þetta þýðir heldur ekki að stuðningsmenn Verona séu rasistar."


Yfirlýsingin er lengri og í henni er meðal annars gagnrýnt slakar frammistöður Balotelli fyrir Brescia, þar sem hann er sakaður um að leggja sig ekki nóg fram fyrir liðið.

Markið gegn Verona var annað deildarmark Balotelli á leiktíðinni. Brescia er aðeins búið að ná í eitt stig úr sex leikjum með Balotelli í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner