þri 03. desember 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klara leggur skóna á hilluna eftir „fjölmörg höfuðhögg"
Klara spilaði síðast með ÍR 2018.
Klara spilaði síðast með ÍR 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Ívarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla.

„Með miklum trega, eftir fjölmörg (já, og eiginlega alltof mörg) höfuðhögg neyðist ég til þess að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja skóna á hilluna. Í bili að minnsta kosti," skrifar hún á Instagram.

Klara hefur leikið með Fjarðabyggð/Leiknir, Fjarðabyggð og ÍR á sínum ferli. Hún gekk í raðir ÍA fyrir síðustu leiktíð en kom ekkert við sögu hjá félaginu.

„Í gegnum árin og þá aðallega síðustu fimm ár hef ég fengið fjöldan allann af höfuðhöggum, minniháttar sem og alvarlegri högg sem hafa leitt til meðvitundarleysis. Í allan þennan tíma hef ég haldið áfram á þrjóskunni einni að vopni," skrifar hún.

„Höfuðhögg eru alls ekkert grín og ég viðurkenni fúslega að ég hunsaði allar mínar viðvörunarbjöllur. Það var ekki fyrr en mér var boðið að taka þátt í allsherjar rannsókn íslenskra íþróttamanna sem höfðu reynslu af höfuðhöggum að ég ákvað að segja stopp og stíga á bremsuna, í einhvern tíma alla vega."

Færsluna í heild sinni má sjá á Instagram-reikningi hennar.
Athugasemdir
banner
banner
banner