lau 14. desember 2019 21:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Ekkert gengur hjá Napoli
Gervinho skoraði sigurmark Parma gegn Napoli.
Gervinho skoraði sigurmark Parma gegn Napoli.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld, þar mættust Napoli og Parma annars vegar og hins vegar Genoa og Sampdoria.

Napoli er aðeins búið að vinna 5 leiki í fyrstu 16 umferðunum. Það stefndi allt í 1-1 jafntefli í viðureign Napoli og Parma í kvöld þegar Gervinho skoraði, hann tryggði því gestunum sigur á síðustu stundu.

Napoli er í 8. sæti deildarinnar með 21 stig en Parma með þremur stigum meira í 7. sæti.

Síðari leikur kvöldsins var viðureign Genoa og Sampdoria, Manolo Gabbiadini skoraði sigurmarkið í þeim leik fyrir gestina á 85. mínútu.

Sampdoria lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Genoa situr áfram í fallsæti en um var að ræða fallbaráttuslag á milli þessara liða þegar þau mættust í kvöld.

Napoli 1 - 2 Parma
0-1 Dejan Kulusevski ('4)
1-1 Arkadiusz Milik ('64)
1-2 Gervinho ('90)

Genoa 0 - 1 Sampdoria
0-1 Manolo Gabbiadini ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner