Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fúll Osimhen sat einn í rútunni og hótaði að hætta
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nígeríski framherjinn Victor Osimhen var hundfúll þrátt fyrir að hafa skorað tvennu í þægilegum sigri Nígeríu gegn Mósambík í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar.

Osimhen var brjálaður þegar liðsfélagi hans sendi ekki boltann á hann. Osimhen öskraði á liðsfélaga sinn og þegar Ademola Lookman kom til varnar þá öskraði Osimhen líka á Lookman.

Osimhen var augljóslega mjög ósáttur og hætti að hlaupa á eftir boltanum. Hann byrjaði að labba um völlinn í rúma mínútu áður en Éric Chelle þjálfari skipti honum af velli.

   06.01.2026 08:00
Sjáðu atvikið: Osimhen fór í fýlu og hætti að spila


Í stað þess að setjast á varamannabekkinn rauk Osimhen beint í búningsklefa og samkvæmt frétt frá Athletic sat hann einn í rútunni á leið upp á hótel.

Áreiðanlegir fjölmiðlar í Nígeríu hafa í kjölfarið talað um að Osimhen sé ennþá ósáttur og hafi hótað því að yfirgefa Afríkukeppnina.

Fótboltahæfileikar Osimhen eru óumdeildir en hann hefur átt við hegðunarvandamál að stríða auk þess að hafa verið mikið meiddur hjá Napoli. Hann missti að meðaltali af einum af hverjum þremur leikjum á dvöl sinni hjá Ítalíumeisturunum.
Athugasemdir
banner
banner