banner
sun 20.júl 2008 22:17
Gunnar Gunnarsson
Umfjöllun: Blikar slátruđu vćngbrotnum Skagamönnum
watermark Marel Jóhann átti frábćran leik fyrir Blika í kvöld
Marel Jóhann átti frábćran leik fyrir Blika í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
watermark Guđmundur Kristjánsson átti góđan dag á miđju Blika í kvöld en hér er hann međ boltann í leiknum.
Guđmundur Kristjánsson átti góđan dag á miđju Blika í kvöld en hér er hann međ boltann í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Breiđablik 6 - 1 ÍA
1-0 Nenad Zivanovic ('3)
2-0 Jóhann Berg Guđmundsson ('21)
3-0 Nenad Zivanovic ('25)
4-0 Magnús Páll Gunnarsson ('68)
5-0 Magnús Páll Gunnarsson ('73)
6-0 Prince Rajcomar ('77)
6-1 Björn Bergmann ('82)

Blikar hafa veriđ á fjúgandi siglingu og öđlast gríđarlegt sjálfstraust ađ undanförnu eftir tvo flotta sigra í röđ gegn Fylki og HK. Hinir grćnu sýndu áfram allar sínar bestu hliđar ţegar Skagamenn komu í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld og fóru međ sannfćrandi sigur af hólmi međ sex mörkum gegn einu.

Ţađ var algjör einstefna á Kópavogsvelli í kvöld ţegar Blikar tóku á móti Skagamönnum. Veislan hófst strax á ţriđju mínútu og ţar voru ađ verki Nenad brćđurnir í liđi heimamanna. Petrovic gaf á Zivanovic sem skorađi međ glćsilegu skoti efst í markhorniđ.

Áfram hélt sóknarţungi heimamanna og nćsta mark kom á 21. mínútu. Ţar var ađ verki hinn bráđefnilegi Jóhann Berg eftir laglegan undirbúning frá Marel Baldvinssyni sem er óđfluga ađ komast í sitt gamla góđa form.

Ekki ţurftu áhorfendur ađ bíđa lengi eftir nćsta marki en ţar var aftur ađ verki Nenad Zivanovic og aftur lagđi Marel upp markiđ fyrir samherja sinn.

Stađan 3-0 í hálfleik og Skagamenn litu vćgast sagt skelfilega út gegn Blikum sem léku á alls oddi og međ sjálfstraustiđ í botni.

Skagamenn hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og ćtluđu sér ekki ađ leggja árar í bát en Blikar vörđust ţeim vel og blésu svo aftur til sóknar líkt og í fyrri hálfleiknum.

Magnús Páll Gunnarsson kom inná sem varamađur um miđjan seinni hálfleik og ţađ tók hann ađeins sex mínútur ađ skora tvö mörk eftir glćsilegar sendingar frá Jóhanni Berg og Marel.

Prince Rajcomar skorađi svo sjötta mark Blika á 77. mínútu og áhorfendur Blika sungu hástöfum í stúkunni "Ţađ er gaman ađ vera Bliki". Björn Bergmann náđi ţó ađ laga stöđuna fyrir Skagamenn undir lokin en ţađ breytti litlu, stórsigur Blika í höfn 6-1 og Kópavogspiltar setja stefnuna á toppbaráttu međ ţessari stórbrotnu frammistöđu.

Allt Blika liđiđ var ađ spila vel, Marel ađ komast í sitt gamla góđa form. Bćđi Petrovic og Zivanovic spiluđu frábćrlega ásamt Jóhanni Berg. Ekki má gleyma varnarţćttinum ţar sem Srdjan Gasic er ađ spila fullkomnlega í vörninni og svo er fyrirliđinn Arnar Grétarsson eins og gamalt vín sem verđur ađeins betri međ árunum. Stórkostlegur sigur Blika 6-1 en útlitiđ hjá Skagamönnum hefur sjaldan eđa aldrei veriđ jafn dökkt.


Breiđablik: Casper Jacobsen (M), Srdjan Gasic, Nenad Petrovic, Arnar Grétarsson (F), Guđmundur Kristjánsson, Jóhann Berg Guđmundsson, Marel Jóhann Baldvinsson, Kristinn Jónsson, Nenad Zivanovic, Arnór Sveinn Ađalsteinsson, Finnur Orri Margeirsson.

Varamenn: Árni Kristinn Gunnarsson, Prince Rajcomar, Magnús Páll Gunnarsson, Olgeir Sigurgeirsson, Vignir Jóhannesson (M), Steinţór Freyr Ţorsteinsson og Guđmann Ţórisson.

ÍA: Trausti Sigurbjörnsson (M), Árni Thor Guđmundsson, Guđjón Heiđar Sveinsson, Bjarni Guđjónsson (F), Heimir Einarsson, Helgi Pétur Magnússon, Vjekoslav Svadumovic, Dario Cingel, Jón Vilhelm Ákason, Björn Bergmann Sigurđarson, Aron Ýmir Pétursson.

Varamenn: Árni Snćr Ólafsson (M), Hlynur Hauksson, Guđmundur Böđvar Guđjónsson, Atli Guđjónsson, Andri Júlíusson, Árni Ingi Pjetursson og Ţórđur Guđjónsson.

Ađstćđur: Völlurinn í góđu standi en mjög napurt.
Áhorfendur: 1002
Dómari: Jóhannes Valgeirsson
Mađur leiksins: Marel Jóhann Baldvinsson (Breiđablik)

Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
No matches