Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. janúar 2015 15:32
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal ósáttur: Áttum ekki meira skilið
Þreyttur á útivallargrýlunni
Þreyttur á útivallargrýlunni
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, var ekki sáttur með jafnteflið á Brittania í dag en viðurkennir að frammistaða síns liðs hafi ekki verðskuldað meira en eitt stig.

,,Við áttum ekkert meira skilið en jafntefli. Þeir voru nær því að skora sigurmarkið en við. Við fengum tíma og pláss til að byggja upp spil, en við sköpuðum ekki mikið."

Það var mjög hvasst í Stoke í dag eins og svo oft áður og máttu leikmenn hafa sig alla við í baráttunni við vindinn. Van Gaal sagði veðrið þó ekki hafa truflað sig.

,,Stoke þurfti líka að eiga við vindinn, en þeir eru vanir því. Vindurinn var samt ekki of mikill til að spila fótbolta og við áttum að gera betur í dag. Við vissum að þeir væru öflugir í föstum leikatriðum og við fórum vel yfir það. Þessvegna var vont að sjá markið þeirra. En það var gott að við gáfumst ekki upp og náðum að jafna."

Man Utd hefur gengið afleitlega á útivöllum og aðeins unnið tvo útileiki á tímabilinu.

,,Við verðum að spila betur á útivöllum. Að mínu mati er enginn munur á heimavelli og útivelli, stuðningsmennirnir okkar eru frábærir bæði heima og úti. Við verðum að gera betur. sagði Hollendingurinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner