Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 01. febrúar 2023 21:05
Brynjar Ingi Erluson
Þungavigtarbikarinn: FH meistari eftir að hafa valtað yfir Breiðablik
Úlfur Ágúst skoraði fyrstu tvö mörk FH-inga
Úlfur Ágúst skoraði fyrstu tvö mörk FH-inga
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon komst á blað
Steven Lennon komst á blað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 4 FH
0-1 Úlfur Ágúst Björnsson ('7 )
0-2 Úlfur Ágúst Björnsson ('36 )
0-3 Steven Lennon ('67 )
0-4 Máni Austmann Hilmarsson ('82 )
Rautt spjald: Ásgeir Helgi Orrason ('47, Breiðablik )

FH-ingar eru Þungavigtarbikarsmeistarar árið 2023 eftir að hafa gjörsigrað Breiðablik, 4-0, í úrslitaleiknum á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar spiluðu manni færri frá 47. mínútu eftir að Ásgeir Helgi Orrason fékk að líta rauða spjaldið.

Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa litið vel út í byrjun undirbúningstímabilsins og var áframhald á því í úrslitaleiknum gegn Íslandsmeisturunum í kvöld.

Úlfur Ágúst Björnsson kom FH í 1-0 á 7. mínútu eftir sendingu frá Vuk Oskari Dimitrijevic en þó má setja spurningamerki við Anton Ara Einarsson, markvörð Blika í því marki.

Annað mark FH kom á 36. mínútu og aftur var það Úlfur sem gerði markið. Hann virtist vera í rangstöðu þegar boltinn kom inn fyrir en flaggið hélst niðri og FH-ingar tveimur mörkum yfir en þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks var hinn ungi og efnilegi Ásgeir Helgi Orrason rekinn af velli fyrir að brjóta á Oliver Heiðarssyni sem var að sleppa í gegn og Blikar því manni færri.

FH-ingar nýttu sér liðsmuninn og bættu í. Steven Lennon gerði þriðja markið eftir góðan undirbúning frá Oliver. Ellefu mínútum síðar átti Stefán Ingi Sigurðarson stangarskot hinum megin á vellinum áður en Máni Austmann Hilmarsson gerði fjórða og síðasta mark FH í leiknum.

Góður sigur FH og titill í hús. Íslandsmeistararnir voru langt frá sínu besta í dag.

Byrjunarlið Breiðabliks: Anton Ari Einarsson (M), Alex Freyr Elísson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Ásgeir Helgi Orrason, Anton Logi Lúðvíksson, Gísli Eyjólfsson (F), Viktor Karl Einarsson, Ágúst Eðvald Hlynsson, Dagur Örn Fjeldsted, Kristinn Steindórsson.

Byrjunarlið FH: Sindri Kristinn Ólafsson (M), Haraldur Einar Ásgrímsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Logi Hrafn Róbertsson, Ólafur Guðmundsson, Jóhann Ægir Arnarsson, Björn Daníel Sverrisson, Steven Lennon, Vuk Oskar Dimitrijevic, Úlfur Ágúst Björnsson, Oliver Heiðarsson,
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner