Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 01. apríl 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
De Bruyne ætlar að framlengja ferilinn eftir útgöngubannið
Kevin de Bruyne
Kevin de Bruyne
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, segir að útgöngubann á Englandi vegna kórónuveirunnar hafi orðið til þess að hann vilji framlengja feril sinn.

Hinn 28 ára gamli De Bruyne saknar fótboltans og segir að undanfarnar vikur hafi orðið til þess að hann fresti því að leggja skóna á hilluna þegar aldurinn fer að færast yfir.

„Ég sagði við eiginkonu mína að ég ætla að spila svolítið lengur. Eftir þetta útgöngubann get ég ekki verið heima. Ég sagði henni að ég ætla að taka tvö ár til viðbótar við það sem ég hafði ákveðið," sagði De Bruyne á Instagram í gær.

„Það er kominn tími á að spila fótbolta aftur. Ég sakna fótboltans og það er erfitt. En við erum ekki mikilvægir og fótboltinn er ekki mikilvægur. Fólk elskar fótbolta en við verðum að passa upp á öryggið."

„Ég er búinn að vera heima í tvær vikur. Fyrst voru fjölskyldan og börnin mín smá veik og það var smá áhyggjuefni en þau eru í lagi núna. Þetta tók átta eða níu daga en núna eru þau betri sem betur fer, því þú veist aldrei hvað gerist."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner