Marco Asensio er að yfirgefa Real Madrid á frjálsri sölu og er við það að ganga frá samningi við frönsku meistaranna í PSG. Frá þessu greinir Fabrizio Romano.
Í færslu félagaskiptasérfæðingsins á Twitter segir að Luis Campos, ráðgjafi PSG, hafi verið mikilvægur hlekkur í ákvörðunatöku Asensio. Campos vildi fá Asensio til Frakklands í fyrra.
Í færslu félagaskiptasérfæðingsins á Twitter segir að Luis Campos, ráðgjafi PSG, hafi verið mikilvægur hlekkur í ákvörðunatöku Asensio. Campos vildi fá Asensio til Frakklands í fyrra.
Asensio mun skrifa undir langtímasamning við PSG. Hann hefur undanfarna daga verið orðaður við Aston Villa á Englandi, fékk samningstilboð þaðan en virðist vera velja PSG fram yfir Aston Villa. Villa endaði í 7. sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og verður í Sambandsdeildinni á næsta tímabili.
Asensio er 27 ára sóknarsinnaður miðjmaður/vængmaður. Hann hefur verið hjá Real Madrid í níu ár og skorað 57 mörk í 248 leikjum í öllum keppnum.
Hjá Real varð hann þrisvar sinnum spænskur meistari, einu sinni bikarmeistari, vann Meistaradeildina þrisvar og HM félagsliða fjórum sinnum. Hann á að baki 35 landsleiki fyrir Spán.
Athugasemdir