Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mið 01. júlí 2020 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Moreno afgreiddi Betis - Fekir sá rautt
Villarreal hefur komið gríðarlega öflugt til baka eftir Covid pásu og vann fimmta leikinn af fyrstu sex fyrr í kvöld.

Gerard Moreno var á skotskónum eins og vanalega og skoraði hann tvennu í fyrri hálfleik. Fyrra markið skoraði hann úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Carlos Bacca innan teigs.

Seinna markið gerði hann á 30. mínútu eftir góðan undirbúning frá Bacca.

Nabil Fekir fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili rétt fyrir leikhlé og var sendur í sturtu. Frakkinn var öskureiður út í dómarann og gæti leikbann hans verið lengt.

Betis var því manni færri í síðari hálfleik og tókst ekki að koma til baka. Lokatölur 0-2.

Villarreal er aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn. Betis er um miðja deild, átta stigum frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir.

Betis 0 - 2 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('7 , víti)
0-2 Gerard Moreno ('30 )
Rautt spjald: Nabil Fekir, Betis ('45)

Real Valladolid og Levante gerðu þá markalaust jafntefli. Enes Unal fékk tækifæri til að ná í stigin þrjú fyrir Valladolid en hann klúðraði vítaspyrnu á 97. mínútu.

Valladolid er sjö stigum frá fallsæti sem stendur á meðan Levante er sex stigum frá Evrópu.

Valladolid 0 - 0 Levante
0-0 Enes Unal ('97, Misnotað víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner