Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 12:09
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Aron Sigurðarson skoraði í sigri
Aron var lykilmaður hjá Start í norsku B-deildinni í fyrra og dró liðið upp í efstu deild.
Aron var lykilmaður hjá Start í norsku B-deildinni í fyrra og dró liðið upp í efstu deild.
Mynd: Start
Mouscron 0 - 2 St. Gilloise
0-1 Anas Hamzaoui ('13)
0-2 Aron Sigurðarson ('33)
Rautt spjald: Darly Nlandu, Mouscron ('89)

Aron Sigurðarson lék allan leikinn er St. Gilloise lagði Mouscron að velli í æfingaleik í Belgíu.

Anas Hamzaoui kom St. Gilloise yfir snemma leiks og tvöfaldaði Aron forystuna á 33. mínútu.

Meira var ekki skorað og góður sigur Arons og félaga á undirbúningstímabilinu staðreynd.

Aron, sem verður 27 ára í október, gekk í raðir St. Gilloise í janúar. Það tók hann smá stund að koma sér í gang en það hafðist og skoraði hann í þremur síðustu leikjunum áður en Covid-19 batt enda á keppnistímabilið í Belgíu í byrjun mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner