Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 01. ágúst 2022 12:34
Hafliði Breiðfjörð
Mikill fjöldi hyllir enska liðið á Trafalgar - Höfum djammað meira en spila fótbolta
Lea Williamson og Sarina Wiegman þjálfari á torginu í dag.
Lea Williamson og Sarina Wiegman þjálfari á torginu í dag.
Mynd: EPA
Frá Trafalgar torginu í dag.
Frá Trafalgar torginu í dag.
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Trafalgar torginu í London til að hylla enska landsliðið sem varð Evrópumeistari eftir 2 - 1 sigur á Þýskalandi í framlengdum í gær.


Sarina Wiegman þjálfari og leikmenn enska landsliðsins stóðu á sviði og fögnuðu með mannfjöldanum núna í hádeginu.

„Þetta var besti titill sem ég hef unnið en það er þó einn annar sem við getum unnið á næsta ári," sagði Lucy Bronze við mannfjöldann og vísaði þar í Heimsmeistaratitilinn sem leikið verður um í Ástralíu og Nýja Sjálandi á næsta ári.

Leah Williamson fyrirliði enska landsliðsins tók við hljóðnemanum og var beðin um að lýsa síðasta sólarhring fyrir fólkinu. „Ég held við höfum djammað meira en spila fótbolta undanfarinn sólarhring," sagði hún og uppskar mikinn fögnuð fólksins á torginu en fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner