Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   lau 01. október 2022 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bremen rúllaði yfir Gladbach
Werder Bremen fór illa með Gladbach
Werder Bremen fór illa með Gladbach
Mynd: EPA
Werder 5 - 1 Borussia M.
1-0 Niclas Fullkrug ('5 )
2-0 Marvin Ducksch ('8 )
3-0 Niclas Fullkrug ('13 )
4-0 Ramy Bensebaini ('37 , sjálfsmark)
4-1 Marcus Thuram ('63 )
5-1 Mitchell Weiser ('73 )

Werder Bremen átti ekki í stökustu vandræðum með Borussia Monchengladbach er liðin áttust við í Bremen í dag en heimamenn unnu sannfærandi 5-1 sigur.

Bremen skoraði þrjú mörk á fyrstu þrettán mínútum leiksins. Niclas Fullkrug skoraði fyrsta markið á 5. mínútu áður en Marvin Ducksch bætti við öðru þremur mínútum síðar. Fullkrug var síðan aftur á ferðinni á 13. mínútu og í þetta sinn eftir sendingu frá Ducksch.

Ekki hjálpaði það Gladbach á 37. mínútu er Ramy Bensebaini skilaði boltanum í eigið net.

Marcus Thuram reyndi að koma Gladbach aftur í leikinn á 63. mínútu með góðu marki en Mitchell Weiser slökkti í vonum Gladbach með fimmta marki Bremen tíu mínútum síðar.

Bremen er í 8. sæti með 12 stig en Gladbach er með jafnmörg stig í 9. sætinu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner