Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. nóvember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær: McTominay að verða mjög góður miðjumaður
Scott McTominay fagnar marki sínu gegn Norwich.
Scott McTominay fagnar marki sínu gegn Norwich.
Mynd: Getty Images
„Hann hefur verið stórkostlegur," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi í dag aðspurður út í miðjumanninn Scott McTominay.

Hinn 22 ára gamli McTominay hefur verið í stærra hlutverki í liði United á þessu tímabili og staðið sig vel.

McTominay hefur leikið á miðjunni ásamt Fred að undanförnu í fjarveru Paul Pogba.

„Núna eru hann og Fred að eiga gott samband saman. Þeir gerðu það líka á síðasta tímabili," sagði Solskjær.

„Hann er leiðtogi og United strákur. Hann er að vaxa og verða mjög góður miðjumaður."
Athugasemdir
banner
banner