sun 01. desember 2019 17:22
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Danmörk: Jón Dagur lék 86. mínútur í sigri AGF
Jón Dagur var í sigurliði.
Jón Dagur var í sigurliði.
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Þrjú Íslendingalið áttu leik í dönsku úrvalsdeildinni í dag, eitt lið náði í sigur en tvö töpuðu.

Esbjerg 1-2 AGF
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem hafði betur gegn Esbjerg, 1-2. Jón Dagur var tekinn af velli á 86. mínútu. AGF er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig, 12 stigum á eftir toppliði Midtjylland.

FC Kaupmannahöfn 2-1 Bröndby
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Bröndby sem tapaði naumlega fyrir FC Kaupmannahöfn, sigurmark FCK kom á 90. mínútu en það gerði Viktor Fischer. Bröndby er í 4. sæti deildarinnar, stigi á eftir Jón Degi og félögum í AGF.

Randers 3-0 SonderjyskE
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir SonderjyskE sem heimsótti Randers. Heimamenn höfðu þar betur 3-0. Ísak Óli Ólafsson var á varamannabekk SonderjyskE.
Athugasemdir
banner
banner