Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. desember 2019 14:23
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Buffon gerði slæm mistök í jafntefli gegn Sassuolo
Cristiano Ronaldo skoraði jöfnunarmark Juventus
Cristiano Ronaldo skoraði jöfnunarmark Juventus
Mynd: Getty Images
Juventus 2 - 2 Sassuolo
1-0 Leonardo Bonucci ('20 )
1-1 Jeremie Boga ('22 )
1-2 Francesco Caputo ('47 )
2-2 Cristiano Ronaldo ('68 , víti)

Cristiano Ronaldo bjargaði stigi fyrir Juventus er liðið gerði 2-2 jafntefli við Sassuolo í Seríu A í dag.

Það var hinn afar reyndi varnarmaður Leonardo Bonucci sem kom Juventus yfir á 20. mínútu áður en Jeremie Boga jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar.

Francesco Caputo kom Sassuolo yfir í byrjun síðari hálfleiks en Gianluigi Buffon átti þá að gera betur í markinu hjá Juventus.

Það kom ekki að sök því Juventus fékk víti tuttugu mínútum síðar og skoraði Cristiano Ronaldo örugglega úr spyrnunni. Lokatölur 2-2 á Allianz-leikvanginum.

Juventus er búið að vinna ellefu leiki og gera þrjú jafntefli en liðið er með 36 stig, aðeins stigi á undan Inter.


Athugasemdir
banner
banner