Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. desember 2022 10:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jason Daði búinn í einni aðgerð og á leið í aðra - „Hann fékk að ráða"
Með landsliðinu fyrr í þessum mánuði.
Með landsliðinu fyrr í þessum mánuði.
Mynd: KSÍ
Ætti að snúa til baka í febrúar.
Ætti að snúa til baka í febrúar.
Mynd: Getty Images
Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, spilaði í gegnum meiðsli á liðnu tímabili. Hann lék sinn fyrsta landsleik í júní og var svo aftur valinn í landsliðið fyrir nóvemberverkefnið þar sem spilaðir voru vináttuleikir við Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu.

Fyrir lokaumferðirnar sagði þjálfari liðsins, Óskar Hrafn Þorvaldsson, frá því í viðtali í Stúkunni að Jason færi í aðgerð eftir tímabilið. Jason er búinn að fara í eina aðgerð en þarf að fara í aðra.

Fótbolti.net ræddi við Óskar í gær.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn: Upphæðin truflar okkar ekki og skiptir engu máli

Hvenær getur Jason snúið aftur á völlinn?

„Hann var með rifinn liðþófa og fór í aðgerð í síðustu viku. Hann fer svo í kviðslitsaðgerð í næstu viku. Það er vægt til orða tekið að hann hafi verið laskaður seinni hlutann af mótinu. Vonandi getur hann snúið til baka um miðjan febrúar," sagði Óskar.

Var rætt við Jason hvort hann ætti að sleppa landsliðsverkefninu?

„Já, það var samtal. Hann fékk að ráða, við mátum það þannig að tvær vikur til eða frá myndu engu máli skipta. Hann treysti sér til að fara, sem og hann gerði."

Jason, sem er 22 ára kantmaður, átti mjög gott tímabil með Breiðabliki sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár. Jason skoraði ellefu mörk og lagði upp átta samkvæmt tölfræði Transfermarkt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner