Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. febrúar 2023 09:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U21: Ísland mætir Dönum og Tékkum í undankeppninni
Fyrir seinni umspilsleikinn gegn Tékkum síðasta haust.
Fyrir seinni umspilsleikinn gegn Tékkum síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun var dregið í undankeppni U21 landsliða fyrir EM 2025. Undankeppnin hefst í mars og segir í frétt á heimasíðu KSÍ að leikjaplan Íslands mun liggja fyrir fljótlega.

Ísland var í þriðja styrkleikaflokki í drættinum. Liðið mætir Danmörku, Tékklandi, Wales og Litháen í undankeppninni. Lokakeppnin fer fram í Slóvakíu í júní 2025.

Í síðustu undankeppni fór U21 alla leið í umspil en tapaði þar gegn einmitt Tékkum í hörku einvígi.

Af heimasíðu KSÍ:
U21 karla hefur mætt Danmörku oftast af mótherjum liðsins í undankeppninni, eða 12 sinnum. Ísland hefur unnið þrjá leiki, fimm hafa endað með jafntefli og fjórir með sigri Dana. Síðast mættust liðin í lokakeppni EM 2021 og endaði sá leikur með 2-0 sigri Dana. Ísland og Tékkland mættust síðast í umspili fyrir lokakeppni EM 2023 þar sem Tékkland hafði betur. Ísland og Wales hafa aðeins einu sinni mæst í þessum aldursflokki og var það árið 2013, en Wales vann þann leik 3-0. Ísland og Litháen hafa aftur á móti mæst fjórum sinnum í þessum aldursflokki, síðast árið 2003 þar sem Litháen vann 3-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner