Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 14:29
Elvar Geir Magnússon
Enskur framherji í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvík hefur samið við ungan enskan sóknarmann sem heitir Kareem Isiaka og spilar með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

„Kareem, sem er 20 ára gamall, er kraftmikill og hraður sóknarmaður. Hann kemur úr akademíu Charlton Athletic þar sem hann dvaldi í 8 ár og þykir hann mikið efni," segir í tilkynningu Ólafsvíkurliðsins.

„Við bjóðum Kareem velkominn til Ólafsvíkur!"

Gunnar Einarsson tók við þjálfun Ólafsvíkurliðsins í vetur eftir að Guðjón Þórðarson lét af störfum. Liðið hafnaði í níunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.

Liðinu var spáð neðsta sæti í ótímabærri spá útvarpsþáttarins Fótbolti.net síðasta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner