Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 02. júní 2020 09:48
Elvar Geir Magnússon
Mane og Keita skoruðu á Anfield í gær
Mane fagnaði af innlifun.
Mane fagnaði af innlifun.
Mynd: Getty Images
Liverpool lék innbyrðis æfingaleik fyrir framan tóman Anfield í gær en liðið er að búa sig undir endurkomu enska boltans. Áætlað er að úrvalsdeildin fari aftur af stað 17. júní og Liverpool er á barmi þess að tryggja sér meistaratitilinn.

Liverpool skipti leikmannahópnum sínum í tvennt og hélt æfingaleik í gær.

Í aðalliðsbúningnum voru: Alisson, Ki-Jana Hoever, Joel Matip, Virgil van Dijk, Andy Robertson, Curtis Jones, Jordan Henderson, Naby Keita, Harvey Elliott, Roberto Firmino og Sadio Mane. Velski bakvörðurinn Neco Williams kom einnig við sögu.

Í svörtum varatreyjum voru: Adrian, Trent Alexander-Arnold, Dejan Lovren, Joe Gomez, Yasser Larouci, Alex Oxlade-Chamberlain, Fabinho, James Milner, Mohamed Salah, Takumi Minamino og Divock Origi. Ungstirnin Caoimhin Kelleher og Sepp van den Berg komu einnig við sögu.

Gini Wijnaldum var eitthvað smá tæpur og horfði á leikinn.

Ekki er vitað hvernig leikurinn fór en á meðan ljósmyndarar voru viðstaddir skoruðu Mane og Keita. Mane fagnaði marki sínu eins og um mark í úrvalsdeildinni hafi verið að ræða.
Athugasemdir
banner
banner
banner