Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. júní 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sandra María komin í undanúrslit (Myndir)
Sandra María fagnar í dag.
Sandra María fagnar í dag.
Mynd: Mirko Kappes
Mynd: Mirko Kappes
Leverkusen 3 - 2 Hoffenheim
0-1 Maximiliane Rall ('42)
1-1 Milena Nikolic ('66)
2-1 Ivana Rudelic ('92)
3-1 Ivana Rudelic ('112)
3-2 Tabea Wassmuth ('123)

Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen er liðið fékk Hoffenheim í heimsókn í 8-liða úrslitum þýska bikarsins í dag.

Mikill munur er á stöðu liðanna í deildinni þar sem Hoffenheim er í þriðja sæti, með 24 stigum meira en Leverkusen sem situr í níunda sæti af tólf.

Maximiliane Rall gerði eina mark fyrri hálfleiksins og leiddu gestirnir frá Hoffenheim í leikhlé.

Milena Nikolic jafnaði fyrir Leverkusen og því gripið til framlengingar.

Þar lét Ivana Rudelic ljós sitt skína og skoraði tvö mörk áður en Tabea Wassmuth minnkaði muninn í uppbótartíma.

Frábær sigur hjá Söndru og stöllum sem mæta annað hvort Potsdam eða SGS Essen í undanúrslitum.

Fleiri myndir af Söndru Maríu í leiknum má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner