Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   fös 02. júní 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Erfið ákvörðun Beckham - „Rétti tíminn til að gera breytingar“
David Beckham og Phil Neville á hliðarlínunni
David Beckham og Phil Neville á hliðarlínunni
Mynd: Getty Images
David Beckham, eigandi Inter Miami og góðvinur Phil Neville, sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að Neville var rekinn frá félaginu.

Beckham og Neville hafa verið vinir í meira en þrjá áratugi og spiluðu þeir saman með Manchester United frá 1991 til 2003.

Þeir voru hluti af 92-árganginum fræga hjá United ásamt þeim Ryan Giggs, Paul Scholes, Nicky Butt og Gary Neville, bróður Phil.

Í dag er Beckham eigandi Inter Miami en hann fékk Phil til að taka við liðinu fyrir tveimur árum en í gær var hann látinn fara eftir slakan árangur á tímabilinu.

„Þegar við réðum Phil vissum við að hann myndi gefa Inter Miami allt sitt og við höfum fylgst með honum leggja allt í þetta og verið skuldbundinn þeim metnaði sem við erum með hjá þessu félagi.“

„Hann og fjölskylda hans elskuðu Miami og hann helgaði sér þann drifkraft að ná árangri fyrir borgina og stuðningsmennina. Phil hefur lagt sitt af mörkum inn í menningu félagsins bæði með kostum hans sem leiðtogi og þekkinguna sem þjálfari.“

„Stundum er það þannig í þessum leik að við verðum að taka erfiðustu ákvarðanirnar og því miður finnst okkur rétti tíminn til að gera breytingar.“

„Ég vil persónulega þakka Phil fyrir þrotlausa vinnu, ástríðuna fyrir félagið og heilindi hans sem manneskju,“
sagði Beckham í yfirlýsingu sinni.
Athugasemdir