
Íslendingaliðin Kristianstad og Norrköping töpuðu bæði í kvöld eru þau spiluðu í sænsku úrvalsdeildinni.
Diljá Ýr Zomers kom inn af bekknum á 84. mínútu er Norrköping tapaði fyrir Hammarby, 2-1.
Þetta var sjöunda tap Norrköping í röð í deildinni en liðið er í 9. sæti með 10 stig.
Á meðan tapaði Kristianstad fyrir Häcken, 1-0. Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Kristianstad og lék allan leikinn, en Amanda Andradóttir kom inná sem varamaður á 85. mínútu.
Kristianstad er í 4. sæti með 20 stig.
Athugasemdir