Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. júní 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Leiðir Stóra Sam og Leeds skilja
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, bráðabirgðastjóri Leeds United, mun ekki halda áfram með liðið á næstu leiktíð. Þetta hefur félagið staðfest en aðilar ákváðu að samstarfið myndi ekki halda áfram.

Allardyce tók við Leeds undir lok tímabilsins og stýrði því í fjórum síðustu leikjum deildarinnar.

Hann náði aðeins í eitt stig og fór það svo að liðið féll niður í B-deildina.

Allardyce sagði eftir lokaumferðina að hann væri opinn fyrir því að halda áfram.

Mikil ánægja var með hans störf þrátt fyrir að það hafi ekki skilað mörgum stigum og fundaði Allardyce með stjórn Leeds í gær en það kom ekkert úr viðræðunum og nú útlit fyrir að félagið skoði aðra möguleika.

Leeds vill fá Brendan Rodgers, fyrrum stjóra Leicester, til að stýra liðinu aftur upp í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner