lau 02. júlí 2022 11:26
Brynjar Ingi Erluson
Tielemans næstur inn hjá Arsenal - Dennis inn fyrir Richarlison?
Powerade
Youri Tielemans
Youri Tielemans
Mynd: EPA
Marco Asensio á förum frá Real Madrid?
Marco Asensio á förum frá Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Adama Traore snýr aftur til Wolves
Adama Traore snýr aftur til Wolves
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta laugardegi.

Arsenal, sem er nálægt því að ganga frá kaupum á Gabriel Jesus frá Manchester City, hefur komist að samkomulagi við Youri Tielemans (25), um kaup og kjör, en hann kemur frá Leicester City. (GiveMeSport)

Barcelona ætlar ekki að nýta kaupréttinn á Adama Traore (26) og snýr hann því aftur til Wolves (Sport)

Emmanuel Dennis (24), framherji Watford, er á lista hjá Everton en félagið sér hann sem arftaka Richarlison sem gekk í raðir Tottenham í gær. (Evening Standard)

Marco Asensio (26), leikmaður Real Madrid, gæti yfirgefið félagið í sumar en hann mun ekki fá nýjan samning hjá Madrídingum. Milan hefur mikinn áhuga og þá gætu ensk úrvalsdeildarfélög borið víurnar í hann. (Marca)

Tottenham er komið í baráttuna um Jesse Lingard (29) en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United á dögunum. Everton, West Ham og Newcastle vilja einnig fá hann. (Telegraph)

Franski framherjinn Hugo Ekitike (20) vill vera áfram hjá Reims þrátt fyrir að félagið hafi samþykkt tilboð frá Newcastle United. (Chronicle)

Tottenham er nálægt því að ganga frá lánssamningi við Barcelona um franska varnarmanninn Clement Lenglet (27), en þá gæti Emerson Royal (23) farið frá enska félaginu. Atlético og Roma hafa áhuga. (Express)

Hector Bellerin (27) er mættur aftur til æfinga hjá Arsenal eftir að hafa verið á láni hjá Real Betis á síðasta tímabili. (Star)

Brentford er í viðræðum við Hull City um kaup á enska framherjanum Keane Lewis-POtter (21) en hann er falur fyrir 20 milljónir punda. (Telegraph)

Leicester City er vongott um að geta gengið frá kaupum á Charles de Ketalaere (21) frá belgíska félaginu Club Brugge. Hann er einnig orðaður við Leeds. (90min)

Leeds er að undirbúa lánstilboð í bandaríska miðjumanninn Tyler Adams (23), en hann er á mála hjá þýska félaginu RB Leipzig. (Mail)

Bandaríski markvörðurinn Zack Steffen (27) mun yfirgefa félagið í þessum glugga og ganga til liðs við enska B-deildarfélagið Middlesbrough á láni. (MEN)

Jorge Sampaoli sagði starfi sínu lausu hjá franska félaginu Marseille á dgöunum en hann var óánægður með að það hafi ekki náð að festa kaup á franska varnarmanninum William Saliba (21) frá Arsenal. (Mirror)

Nottingham Forest fékk Dean Henderson (25) á láni frá Manchester United í dag en þá er búist við því að velski landsliðsmarkvörðurinn Wayne Hennessey (35) gangi til liðs við félagið frá Burnley á næstu dögum. (Telegraph)

Sheffield United, Stoke City, Blackburn Rovers, Swansea City, Bristol City og QPR hafa öll áhuga á því að fá Tim Iroegbunam (19), miðjumann Aston Villa, á láni fyrir næsta tímabil. (Birmingham Mail)

Brighton, Leicester, Crystal Palace og Nottingham Forest vilja þá öll fá Levi Colwill (19) varnarmann Chelsea á láni. (Argus)

Tottenham, Southampton, Leicester, Crystal Palace og Wolves hafa öll áhuga á skoska miðjumanninum Murray Campbell (15) leikmanni St. Mirren. (Football Insider)

Millwall er að ganga frá lánssamningi við Charlie Cresswell (19) varnarmanni Leeds. Hann gengur frá samningum í næstu viku. (South London Press)

Chelsea er að undirbúa tilboð í Ishe Samuels-Smith (17), leikmann Everton. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner