Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   sun 02. október 2022 17:11
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Keflavík vann baráttusigur á ÍA
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Oliver Stefánsson fékka rauða spjaldið undir lokin
Oliver Stefánsson fékka rauða spjaldið undir lokin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 3 - 2 ÍA
0-1 Benedikt V. Warén ('18 )
1-1 Kian Paul James Williams ('28 )
2-1 Patrik Johannesen ('45 , víti)
2-2 Johannes Björn Vall ('54 )
3-2 Josep Arthur Gibbs ('64 )
Rautt spjald: Oliver Stefánsson, ÍA ('94) Lestu um leikinn

Keflavík vann ÍA, 3-2, í neðri hluta Bestu deildar karla í fyrstu umferðinni á HS Orkuvellinum í Keflavík í dag en liðið er svo gott sem búið að bjarga sér frá falli.

Heimamenn hótuðu marki strax í byrjun leiks. Fyrst átti Adam Ægir Pálsson gott skot sem Árni Marinó Einarsson varði og stuttu síðar átti Patrik Johanessen skot sem hafnaði í stöng.

Það kom því ansi flatt upp á Keflvíkinga er Skagamenn tóku forystuna á 18. mínútu. Benedikt V. Warén gerði það, en skot hans fór af varnarmanni og í netið.

Kian Williams jafnaði fyrir Keflavík tíu mínútum síðar eftir sendingu frá Adam Ægi. Undir lok fyrri hálfleiksins fengu heimamenn vítaspyrnu er Árni Marinó tók Patrik niður í teignum. Patrik fór sjálfur á punktinn og skoraði.

Skagamenn mættu af ákefð inn í síðari hálfleikinn og var það Johannes Vall sem tókst að jafna leikinn eftir gott samspil gestanna.

Tíu mínútum síðar skoraði Joey Gibbs stórbrotið mark beint úr aukaspyrnu. Hann setti boltann þráðbeint í samskeytin og gjörsamlega óverjandi fyrir Árna Marinó í markinu.

Benedikt fékk dauðafæri undir lok leiks til að jafna fyrir ÍA en skaut boltanum beint á Sindra í markinu. Seint í uppbótartíma fékk Oliver Stefánsson, leikmaður ÍA, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir hörkutæklingu.

Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík sem er í efsta sæti efri hlutans með 31 stig og gæti einn sigur til viðbótar dugað til að sleppa við fall, en ÍA er á meðan á botninum með 15 stig, fimm stigum frá öruggu sæti þegar liðið á fjóra leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner