Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   mán 02. október 2023 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Mudryk og Broja innsigluðu dýrmætan sigur
Mynd: EPA
Fulham 0 - 2 Chelsea
0-1 Mykhailo Mudryk ('18)
0-2 Armando Broja ('19)

Chelsea heimsótti Fulham í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni eftir hrikalega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur verið að skapa mikið af færum án þess að nýta þau og það hefur verið að kosta stig.

Það sama virtist vera uppi á teningnum gegn Fulham í dag eftir að Armando Broja klúðraði dauðafæri strax í upphafi leiks.

Gæfan snerist þó við þegar úkraínski kantmaðurinn Mykhailo Mudryk skoraði loksins sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir 23 leiki án þess að skora. Mudryk hefur verið í byrjunarliðinu nokkra leiki í röð og skoraði hann gott mark til að endurgjalda traustið sem Mauricio Pochettino hefur sýnt honum.

Einni mínútu síðar var Broja búinn að tvöfalda forystu Chelsea eftir að Cole Palmer vann boltann hátt uppi á vellinum og leiddu gestirnir verðskuldað 0-2 í leikhlé.

Fulham var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en vörn Chelsea hélt vel og varði Robert Sánchez þrjár marktilraunir heimamanna.

Niðurstaðan verðskuldaður sigur Chelsea sem jafnar Fulham á stigum. Bæði lið eiga 8 stig eftir 7 fyrstu umferðir tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner