„Hann er alveg geggjaður, hann hefur bætt sig alveg hrikalega mikið síðan hann kom til okkar. Hann var hjá Esbjerg og Óli Kristjáns gaf honum fyrsta tækifærið. Óli sagði við mig þegar hann var möguleiki að það væri ekki spurning að ég ætti að taka hann. Framtíð hans er hrikalega björt," sagði Frey Alexandersson, þjálfari Lyngby, um hinn 23 ára gamla Mads Kikkenborg eftir sigur Lyngby gegn OB í kvöld.
Kikkenborg varði mark Lyngby í leiknum og var maður leiksins, varði oft á tíðum frábærlega.
Kikkenborg varði mark Lyngby í leiknum og var maður leiksins, varði oft á tíðum frábærlega.
„Hann minnir mig rosalega á Hannes Halldórsson, var að fara segja týpískur geðsjúklingur," sagði Freysi á léttu nótunum. Oft hefur verið sagt að markmenn séu létt ruglaðir. „Geggjað að vinna með honum."
Hann nýtti líkamann vel þegar hann var að loka á andstæðingana í leiknum, gerði sig breiðan þegar menn komust nálægt markinu. Er hann með einhvern handboltabakgrunn?
„Ég held hann sé með einhvern íshokkíbakgrunn, kemur frá Esbjerg og þeir hafa ekkert mikið annað að gera en að vera í íþróttum - bara eins og á Íslandi, held hann hafi prófað sitthvað," sagði Freysi.
Hannes Þór Halldórsson er Leiknismaður eins og Freysi, tvö ár eru á milli þeirra og spiluðu þeir aðeins saman með Leikni á sínum tíma og unnu svo saman í landsliðinu.
02.10.2023 21:52
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Athugasemdir