Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Sverrir Ingi: Við vitum að við getum mikið betur
banner
   mán 02. október 2023 21:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óðinsvéum
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er það sem kallað er karakterssigur, Mér fannt við byrja leikinn frekar illa, síðan unnum við okkur inn í leikinn og nýttum okkur það klárlega að þeirra aðdáendur eru dálítið á móti liðinu, eins og allir heyrðu á vellinum í dag. Virkilega góð þrjú stig," sagði Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, eftir 1-2 útisigur liðsins gegn OB í dönsku Superliga.

Á eftir að spila í einni af topp þremur deildum Evrópu
Markvörður Lyngby, Mads Kikkenborg, átti stórleik í markinu og varði oft á tíðum meistaralega.

„Þetta er einn besti markmaðurinn í deildinni, hann er búinn að bæta sig mikið á síðasta ári, var líka ógeðslega mikilvægur þegar við héldum okkur uppi. Hann á svo bjarta framtíð fyrir sér, hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu, það er 100%."

Næstum allir spila í gegnum einhver meiðsli
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, sagði frá því í viðtali eftir leikinn að Sævar væri að glíma við nárameiðsli. Sævar er kviðslitinn, er með 'sports hernia' og er að spila í gegnum það.

„Næstum hver einasti fótboltamaður er með meiðsli og stundum þarftu að bíta á jaxlinn til að komast í gegnum leikina. Þetta er búið að vera smá erfitt fyrir mig, lenti í þessu í byrjun tímabilsins."

„Já, þetta er það (vont á meðan leikurinn er í gangi), en það er erfiðara að æfa. Ég hef verið að taka verkjatöflur. Svona er þetta bara og ég mun alveg komast í gegnum þetta."


Rekinn á morgun?
Sævar nefndi andrúmsloftið á heimavelli OB í kvöld. Það voru mótmæli í kringum leikinn og mikil óánægja með gengi liðsins. Stuðningsmenn vilja fá þjálfarann, Andreas Alm, í burtu.

„Þetta er rosalega skrítið, í rauninni í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu síðan ég kom til Danmerkur. Við fundum það í upphitun, svo fyrstu fimm mínútur leiksins var bara hljótt á vellinum og heyrðist bara í okkar stuðningsmönnum út af því það var verið að mótmæla einhverju. Þetta var mjög sérstakt og örugglega rosalega erfitt fyrir þá að spila undir þessum kringumstæðum. Það kæmi mér ekki á óvart ef þjálfarinn yrði rekinn á morgun."

Fyrsta markmið að halda sætinu
Með sigrinum er Lyngby komið í sjötta sæti deildarinnar.

„Við megum ekki fara fram úr okkur, þetta er klárlega ánægjulegt, en fyrsta markmiðið er að halda okkur í deildinni. Lyngby hefur ekki verið þrjú ár í röð í Superliga í 27 ár held ég. En að sjálfsögðu lítur þetta vel út núna og við þurfum bara að halda áfram," sagði Sævar að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Hann ræðir þar um Andra Lucas Guðjohnsen og skemmtilegt atvik fyrir leik.
   02.10.2023 21:03
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum

   02.10.2023 20:38
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner