Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   mán 02. október 2023 18:57
Ívan Guðjón Baldursson
Hlynur Sævar framlengir við ÍA
watermark Markheppni miðvörðurinn skoraði 8 af 54 mörkum ÍA í Lengjudeildinni.
Markheppni miðvörðurinn skoraði 8 af 54 mörkum ÍA í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Sævar Jónsson er búinn að gera nýjan þriggja ára samning við ÍA sem gildir út leiktímabilið 2026.

Hlynur er fjölhæfur varnarmaður sem lék í hjarta varnarinnar á nýliðnu tímabili, er ÍA vann Lengjudeildina og tryggði sér sæti í Bestu deildinni.

Hlynur átti frábært tímabil á Skaganum þar sem hann skoraði 10 mörk í 31 leik í öllum keppnum, þar af skoraði hann 8 mörk í 20 leikjum í Lengjudeildinni.

Hann er gríðarlega öflugur í loftinu, en hann getur einnig spilað sem bakvörður eða miðjumaður. Hlynur er fæddur 1999 og hefur spilað 46 leiki í efstu deild.

„Það gleður okkur mikið að hafa Hlyn áfram í herbúðum okkar enda frábær leikmaður og mikill karakter," segir meðal annars í tilkynningu frá ÍA.

Athugasemdir
banner
banner
banner