Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   lau 02. nóvember 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Walker hefur ekkert æft og Stones ekki með í næstu leikjum
Mynd: EPA

Manchester City miissti toppsætið til Liverpool í dag þegar liðið tapaði gegn Bournemouth.

Það eru mikil meiðslavandræði í hópnum en Kyle Walker var í byrjunarliðinu í dag þrátt fyrir að hafa ekkert æft að undanförnu.


Pep Guardiola sagði að hann hafi aðeins tekið þátt í sex mínútur á æfingu í gær en það var í fyrsta sinn sem hann æfði eftir landsleikjahléið um miðjan október.

Þá sagði Guardiola að Ruben Dias og John Stones verði líklega ekki með í næstu tveimur leikjum liðsins fram að næsta landsleikjahléi.

Guardiola hrósaði Bournemouth eftir tapið.

„Þetta var opinn leikur. Við fengum tækifæri í lokin en ég óska Bournemouth til hamingju með sigurinn. Þeir eru svo aggressívir, vinna bolta á miðjunni og einvigin. Þeir fengu sex til sjö daga til að undirbúa sig. Þeir eru með líkamlegan styrk og hraða en við verðum að vinna svona baráttu."


Athugasemdir
banner
banner
banner