Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 02. desember 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helena Ósk í Fylki (Staðfest)
Mynd: Fylkir
Helena Ósk Hálfdánardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fylki. Þessu greinir félagið frá á Facebook-síðunni Íþróttafélagið Fylkir.

Helena Ósk kemur frá FH þar sem hún er uppalin. Helena verður tvítug á næsta ári og lék hún sína fyrstu keppnisleiki með meistaraflokki FH sumarið 2016.

Hún tók þátt í öllum sextán leikjum FH í sumar og skoraði þrjú mörk þegar FH mistókst að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni.

Helena er sóknarsinnaður leikmaður.

Fylkir endaði í 4. sæti deildarinnar á liðnu tímabili.

Úr færslu Fylkis:
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Helena leikið alls 77 leiki með meistaraflokki FH og skorað í þeim 15 mörk. Þá á Helena Ósk að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands, þar af 15 leiki með U19.

Við bjóðum Helenu Ósk hjartanlega velkomna í Fylki og hlökkum mikið til að sjá hana í orange á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner