Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   fim 02. desember 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho óánægður með dómgæsluna
Jose Mourinho óánægður með dómgæslu. Er það frétt?
Jose Mourinho óánægður með dómgæslu. Er það frétt?
Mynd: EPA
Il Corriere dello Sport segir að Jose Mourinho, stjóri Roma, hafi farið upp að dómaranum Luca Pairetto eftir að Roma tapaði fyrir Bologna 1-0 í ítölsku A-deildinni í gær.

Mourinho var ekki hrifinn af dómgæslu Pairetto sem spjaldaði þá Tammy Abraham og Rick Karsdorp sem hafa báðir safnað fimm gulum spjöldum og missa af leik gegn Inter í ítölsku A-deildinni á laugardaginn.

Nicolo Zaniolo fékk gult spjald fyrir leikaraskap en Mourinho hefur talað um að leikmaðurinn fái ekki nægilega mikla vernd frá dómurum í deildinni.

Mourinho fór upp að dómaranum í göngunum á Stadio Dall’Ara og krafðist þess að fá útskýringar. Hann var augljóslega pirraður í viðtali eftir leik og gekk úr viðtalinu áður en fréttamaðurinn hafði klárað sínar spurningar.

Abraham reyndi að fá dómarann til að fara í VAR skjáinn til að skoða gula spjaldið sem hann fékk. Dómarar mega þó aðeins nota skjáinn þegar vafi er um beint rautt spjald.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir