Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   lau 02. desember 2023 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Bose-mótið: Víkingur mætir Breiðabliki í úrslitum
Hrannar Ingi Magnússon skoraði sigurmark Víkinga
Hrannar Ingi Magnússon skoraði sigurmark Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 1 FH
0-1 Róbert Þór Valdimarsson
1-1 Daði Berg Jónsson
2-1 Hrannar Ingi Magnússon

Víkingur er kominn áfram í úrslitaleik Bose-mótsins eftir að hafa unnið FH, 2-1, í Víkinni í dag.

Róbert Þór Valdimarsson skoraði mark FH og var það með þeim flottari sem hafa sést á undirbúningstímabili. Róbert tók svakalegan sprett frá eigin vallarhelmingi, í gegnum þrjá Víkinga áður en hann kom sér inn í teiginn og setti boltann efst í vinstra hornið. Kylian Mbappe-hraði á Róberti.

Víkingar jöfnuðu sjö mínútum síðar er Daði Berg Jónsson mætti laglegri fyrirgjöf á fjærstöng og setti hann í netið. Hrannar Ingi Magnússon gerði sigurmark Víkinga á 90. mínútu. Hann fékk boltann utarlega í teignum, lagði hann á hægri og þrumaði honum síðan í samskeytin vinstra megin.

Góður 2-1 sigur Víkinga sem eru nú komnir í úrslit mótsins þar sem liðið mætir Breiðabliki, en spilar erum sæti í mótinu frá 12. - 16. desember.


Athugasemdir
banner
banner
banner