Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   lau 02. desember 2023 12:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leik Bayern og Union Berlin frestað vegna snjókomu
Mynd: EPA

Leik Bayern Munchen og Union Berlin í þýsku Bundesligunni hefur verið frestað vegna snjókomu í Munchen.


Leikurinn átti að fara fram klukkan 14:30 í dag en yfirvöld töldu frestunina óhjákvæmilega af öryggisástæðum og vegna þess að umferð gengur illa.

Áður en leiknum var aflýst höfðu samgönguyfirvöld í München þegar stöðvað járnbrautartengingar á höfuðborgarsvæðinu á meðan umferð var að mestu stöðvuð.

Ákvörðun um nýjan leiktíma verður tilkynnt síðar.

Bayern gat með sigri tillt sér á toppinn í bili að minnsta kosti en Leverkusen er með tveggja stiga forystu en liðið spilar gegn Dortmund í stórleik helgarinnar á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner