Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. febrúar 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ákveðinn sjúkdómur sem við þurfum að gefa honum smá lyf við"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í Matthías Vilhjálmsson í viðtali eftir tapið gegn Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gær.

Matthías gekk í raðir Víkings frá FH eftir síðasta tímabil og lék síðasta hálftímann í gær sem miðvörður. Býst Arnar við að geta notað Matthías í hlutverki kamelljóns, leikmanns sem getur leyst allar stöður?

„Maður vill náttúrulega hafa hann í boxinu. En varnarleikur okkar var bara hræðilegur, það verður að segjast eins og er, og við þurftum að breyta aðeins til."

„Matti hefur komið gríðarlega sterkur inn í okkar klúbb en hann er bara mannlegur. Það er ákveðinn skortur á sjálfstrausti sem er að koma frá félagi sem, með fullri virðingu fyrir FH sem er frábær klúbbur, var mikið í því að tapa leikjum í fyrrasumar. Þessi tilfinning að vinna, alveg sama hvort þú ert 35 ára eða 10 ára, ef þú ert orðinn vanur að tapa þá fylgir sá sjúkdómur þér ansi lengi. Það er bara þú einn með hjálp okkar sem mun koma þér á rétta braut - við vorum svo sem ekki mikið að hjálpa honum í kvöld."

„Þetta er ákveðinn sjúkdómur sem við þurfum að gefa honum smá lyf við og vonandi ná honum aftur í gang. Hann verður gríðarlega mikilvægur fyrir okkur í sumar,"
sagði Arnar.


Arnar Gunnlaugs: Það lélegt að ég hef gríðarlegar áhyggjur
Athugasemdir
banner