mið 03. mars 2021 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína gæti spilað sinn fyrsta leik með Bayern á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gæti þreytt frumraun sína með þýska stórveldinu Bayern München í Meistaradeildinni í fyrramálið.

Bayern á leik gegn BIIK Kazygurt frá Kasakstan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 06:00 í fyrramálið að íslenskum tíma en hann fer fram í Kasakstan.

Hin 19 ára gamla Karólína Lea kom til Bayern fyrir nokkrum vikum síðan frá Breiðablik. Hún kom meidd til félagsins en hefur hægt og rólega verið að vinna sig inn í hlutina hjá félaginu og hún var í hópnum sem ferðaðist til Kasakstan.

Hún er í treyju númer 23 hjá Bayern og það verður gaman að sjá hvort hún fái sitt fyrsta tækifæri með stórveldinu á morgun.

Karólína var í viðtali á Fótbolta.net í síðustu viku sem má skoða hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner