Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. apríl 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Son byrjar fjögurra vikna herskyldu á morgun
Son í æfingaleik gegn Brasilíu.
Son í æfingaleik gegn Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min, suður-kóreskur framherji Tottenham, byrjar fjögurra vikna herskyldu sína á morgun þar sem fótboltaheimurinn er stopp vegna kórónuveirunnar.

Son vann Asíuleikana 2018 með landsliði Suður-Kóreu og þarf því ekki að gegna venjulegri herskyldu. Hann þarf þó að sinna ýmsum verkefnum í staðinn.

Fjórar vikur fara í hinar ýmsu heræfingar, sem gætu komið sér vel fyrir Son þar sem hann má ekki æfa með Tottenham vegna kórónuveirunnar.

Svo þarf hann einnig að skila inn 544 klukkustundum af sjálfboðastarfi. Helming starfsins verður hann að sinna í Suður-Kóreu en hinn hlutann má hann gera hvar sem hann er búsettur í heiminum.

Son er 27 ára gamall og hefur skorað 26 mörk í 87 landsleikjum fyrir Suður-Kóreu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner