Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. maí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aldrei í myndinni hjá Víkingi að fá Andra eða Ágúst
Andri í leik með Víkingi 2019
Andri í leik með Víkingi 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Háværar sögusagnir eru um að Guðmundur Andri Tryggvason sé á leið til Vals frá norska félaginu Start. Andri er KR-ingur sem lék síðast með Víkingi á Íslandi.

Á dögunum fór svo annar fyrrum leikmaður Víkings, Ágúst Eðvald Hlynsson, til annars félags á Íslandi. Ágúst er á láni hjá FH út júní.

Fréttaritari spurði Arnar hvort að Víkingur hefði reynt að fá Andra inn fyrir mót.

„Nei, við gerðum það reyndar ekki. En ef sögusagnir eru réttar þá er ég ánægður fyrir hans hönd. Ég hef fulla trú á því að hann fari svo aftur erlendis áður en sumarið er liðið."

„Það sama með Ágúst, við reyndum ekki að fá þessa drengi, maður ber samt taugar til þeirra og auðvitað hefðum við alveg viljað fá þá en það var aldrei í myndinni,"
sagði Arnar.

Sjá einnig:
„Fannst FH vera rétti staðurinn núna"
Athugasemdir
banner
banner