Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 27. apríl 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Fannst FH vera rétti staðurinn núna"
Ágúst og Davíð ræddu saman.
Ágúst og Davíð ræddu saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum á laugardag gegn Leikni
Úr leiknum á laugardag gegn Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson mun leika með FH næstu tvo mánuðina. Hann er á láni frá danska félaginu Horsens.

Ágúst er 21 árs miðjumaður sem einnig getur leikið á kantinum. Hann fór til Horsens frá Víkingi síðasta haust. Fréttaritari ræddi við Ágúst í dag um hugmyndina á bakvið lánssamninginn.

Fyrri hluti:
Ágúst vildi fara til Íslands - „Ég pæli ekkert í fríi eða slíku"

Fréttaritari heyrði af því að önnur félög hefðu haft áhuga á því að fá Ágúst á láni. Eftir stendur því spurningin: Af hverju FH?

Ágúst sagði (í fyrri hlutanum) að það liði styttri tími milli þess að hann spili 90 mínútna leiki með FH heldur en með Horsens (allavega það sem eftir er af tímabilinu núna í Danmörku). Hann sagði einnig að FH liðið væri vel mannað. „Frábærir leikmenn í öllum stöðum."

Þú ákveður að koma í FH, þar sem er mikil samkeppni um mínútur, ertu ekki í neinum vafa að þú sért að fá stórt hlutverk í liðinu?

„Ég átti virkilega gott samtal við Davíð og Loga þegar það kom til tals að mig langaði að fara á lán. Þeir hringdu í mig og eftir gott samtal við þá þá fannst mér FH vera málið fyrir mig. Ég hugsaði ekki þannig séð út í samkeppni eða slíkt. Ég taldi mig fá margar mínútur með FH og mér finnst skrítið ef ég væri að fara í þetta verandi hræddur um einhverja samkeppni.“

Ég heyrði að bæði Víkingur og KR hefðu einnig viljað fá þig. Af hverju veluru FH?

„Ég veit ekki hvaða félög höfðu áhuga á að fá mig. FH var eina félagið sem hafði beint samband við mig. Þeir hjá FH höfðu samband strax þegar þessi möguleiki kom upp."

„Það sem Logi og Davíð sögðu heillaði og þetta var mjög spennandi kostur á þessum tímapunkti þegar ég horfi á minn feril."

„Til að þróa minn feril fannst mér FH vera rétti staðurinn núna,"
sagði Ágúst.
Athugasemdir
banner
banner