Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 03. júní 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Scholes: Hefðum unnið Meistaradeildina 4-6 sinnum
Scholes vann ensku úrvalsdeildina ellefu sinnum með Man Utd.
Scholes vann ensku úrvalsdeildina ellefu sinnum með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes spilaði yfir 700 leiki á rúmlega 20 árum hjá Manchester United og á sér stað í frægðarhöll félagsins enda voru Rauðu djöflarnir gífurlega sigursælir á tímum Scholes og Sir Alex Ferguson.

Man Utd tókst að vinna Meistaradeildina í tvígang en Scholes telur að á öðru tímabili knattspyrnusögunnar hefði '92 árgangurinn unnið keppnina fjórum til sex sinnum. Hann talar um óheppni að hafa verið í samkeppni við Barcelona undir stjórn Pep Guardiola.

„Við vorum frekar óheppnir því við lentum á ótrúlegum andstæðingum. Á öðru tímabili í knattspyrnusögunni hefðum við unnið Meistaradeildina fjórum, fimm eða sex sinnum," sagði Scholes í A Goal In One spjallvarpsþættinum.

„Samkeppnin var of mikil. Lítið bara á Barcelona liðið undir stjórn Guardiola. Jesús, hversu góðir voru þeir? Á miðjunni voru Andres Iniesta, Xavi, Sergio Busquets og Lionel Messi. Henry var vinstra megin. Gerard Pique og Carles Puyol voru miðverðir. Algjörlega fáránlegt lið. Þetta er án nokkurs vafa besta lið sem ég hef spilað við og eitt af bestu liðum allra tíma."

Scholes hélt áfram að rifja upp erfiðustu andstæðinga sína og talaði þá um gífurlega sterkt lið Real Madrid undir stjórn Vicente del Bosque.

„Ef ég fer aðeins lengra aftur í tímann þá man ég eftir ótrúlega sterku liði Real Madrid sem rasskellti okkur 3-1 á Bernabeu. Það lið var ekki langt frá Barcelona-liði Guardiola í gæðum.

„Þeir voru með brasilíska Ronaldo, Zinedine Zidane, Luis Figo, Redondo var ótrúlegur, Raúl, Roberto Carlos, Hierro, Iker Casillas í marki. Það var ruglað lið. Við mættum fáránlega sterkum liðum og stóðum okkur þokkalega gegn þeim."

Athugasemdir
banner
banner
banner