Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Adrian vill vera áfram: Veit hvert mitt hlutverk er
Mynd: Getty Images

Adrian markvörður Liverpool hefur staðfest að hann verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.


Hann spilaði í Samfélagsskyldinum í upphafi tímabils þar sem Liverpool vann Manchester City 3-1. Hann hefur hins vegar ekkert komið við sögu eftir það.

Hann veit hvert hlutverk sitt er hjá félaginu.

„Ég á í góðu sambandi við Klopp og félagið. Við höfum verið í viðræðum og þetta nálgast. Ég veit hvert mitt hlutverk er. Allir vilja spila en það þarf stóran hóp með góðu fólki sem mun skuldbinda sig á hverjum degi á æfingum," sagði Adrian í samtali við The Athletic.

Adrian gekk til liðs við Liverpool árið 2019 og hefur spilað 26 leiki í öllum keppnum. Hann var hluti af liðinu sem vann ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabilinu hans.


Athugasemdir
banner
banner