lau 03. júní 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ræða framtíð Greenwood eftir úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar að funda um mál Mason Greenwood eftir úrslitaleikinn í enska bikarnum en þetta segir Simon Stone, blaðamaður hjá BBC.

United á mikilvægan leik fyrir höndum klukkan 14:00 í dag en liðið spilar þá við nágranna sína í Manchester City um elstu og virtustu keppni heims.

Eftir leikinn mun félagið fara í það að funda um Greenwood, sem hefur ekkert spilað síðan í byrjun síðasta árs.

Harriet Robson, kærasta Greenwood, birti myndir af áverkum sem hún sagði vera af hendi enska leikmannsins. Auk þess birti hún hljóðupptöku þar sem hann þvingar hana til að hafa við sig samræði.

Greenwood var kærður í apríl á síðasta ári fyrir nauðgun og líkamsárás en málið var látið niður falla eftir að ný sönnunargögn komu í ljós.

Leikmaðurinn hefur þó ekki mátt æfa með liðinu síðan málið var látið niður falla en United mun á næstu vikum taka ákvörðun í þessu máli.

Það þarf að horfa í margt þegar það kemur að ákvörðuninni í ljósi þess að United er á hlutabréfamarkaði og gæti þetta haft veruleg áhrif, bæði fjárhagslega og fyrir ímynd félagsins. Í febrúar var greint frá því félagið væri klofið þegar það kemur að ákveða næstu skref.

Flestir stuðningsmenn hafa heyrt upptökuna og séð myndirnar og óvíst hvernig styrktaraðilar félagsins taka í það að fá hann aftur inn í hópnn. Það er því stór ákvörðun framundan hjá United.
Athugasemdir
banner
banner
banner