Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. desember 2018 09:52
Magnús Már Einarsson
Mark Hughes rekinn frá Southampton (Staðfest)
Leik lokið.
Leik lokið.
Mynd: Getty Images
Southampton staðfesti nú rétt í þessu að Mark Hughes hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra.

Southampton hefur einungis unnið einn leik á tímabilinu og situr í 18. sæti með níu stig. Eini sigur Southampton kom gegn Crystal Palace þann 1. september en síðan þá hefur hvorki gengið né rekið.

Um helgina komst Southampton 2-0 yfir gegn Manchester United en missti síðan leikinn niður í jafntefli. Það reyndist vera banabiti Hughes.

Kelvin Davies, aðstoðarþjálfari Southampton, stýrir liðinu gegn Tottenham á miðvikudag en félagið hefur nú þegar hafið leit að eftirmanni Hughes.

Hinn 55 ára gamli Hughes tók við Southampton í mars og bjargaði liðinu frá falli. Í kjölfarið skrifaði hann undir þriggja ára samning í sumar.

Athugasemdir
banner
banner